Renault sýnir frumgerð nýs lúxusjepplings í Frankfurt í haust

The image “http://www.fib.is/myndir/Renault-Egeus2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Renault Egeus - Nissan svipurinn leynist ekki.
Samkvæmt frétt frá Renault ætlar fyrirtækið að sýna frumgerð nýs lúxusjepplings á bílasýningunni í Frankfurt í september nk. Jeppling þennan kalla þeir Renaultmenn Egeus og segja að hann sé tælandi fagur og að innan sé hann með þægindi koníaksstofunnar.
Vélin er þriggja lítra V6 dísilvél, 250 hestafla með efnahvarfa og öragnasíu fyrir útblásturinn. Við hana er sjö hraða sjálfskipting með sítengdu tölvustýrðu  fjórhjóladrifi sem miðlar aflinu til hjólanna eftir þörfum.
The image “http://www.fib.is/myndir/Renault-Egeus.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/Egeus5.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Tælandi útlit og þægindi koníaksstofunnar segja þeir hjá Renault um Egeus.