Renault sýnir lúxus-blæjubíl í París

http://www.fib.is/myndir/RenaultNeptun2.jpg
Renault Nepta - frumgerð sem sýnd verður í París síðar í mánuðinum.

Dýrir sport- og sportlegir bílar með opnanlegum toppi – blæju eða stáltoppi - eru í tísku meðal vel megandi Frakka á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Þar þykir flott að geta þegar sól skín í heiði að geta ýtt á hnapp og toppurinn flettist ofan af bílnum og rennur ofaní skott og kælandi vindurinn leikur um mann. Þegar svo hitaskúrin skellur á upp úr hádeginu er bara að ýta aftur á takkann og toppurinn lokast á ný og skýlir fyrir regninu meðan það gengur yfir.

http://www.fib.is/myndir/RenaultNeptune3.jpgVið Miðjarðarhafsströndina milli Nice og Cannes býr fjöldi auðmanna ýmist allt árið eða hluta úr árinu og í bílskúrnum er oft auk lúxusbílsins sem notaður er til langferða, blæjubíll af dýrri tegund og gerð, sem skroppið er á í spilavítið í Monaco eða niður í bæ í St. Tropez til að sýna sig og sjá aðra.

Þessir sportbílar sem algengt er að finna í frönskum auðmannabílskúrum eru oftar en ekki mjög dýrir breskir Gran Tourismo bílar – af tegundum eins og Rolls Royce Corniche, Bentley Azure eða Aston Martin og nú spyrja menn sig hjá Renault hvort einhverjar sérstakar nauðir reki franska auðmenn tll kaupa á erlendum ofurlúxus- blæjubílum. Skyldu þeir ekki kaupa innlent ef það stæði til boða?

http://www.fib.is/myndir/RenaultNepta1.jpgÞessvegna hefur Renault nú hannað og byggt frumgerð ofurlúxus GT blæjubíls sem nefnist Renault Nepta og er nafnið vísun til rómverska sjávarguðsins Neptúnusar. Bíllinn verður sýndur á sýndur á bílasýningunni í París sem opnuð verður undir mánaðamótin næstu. Í frétt frá Renault segir að í Nepta sameinist allt það sem mikinn og góðan fjögurra sæta GT blæju-lúxusbíla má prýða. Það er að segja afburða formfegurð, yfirburða þægindi, afl og afbragðs aksturseiginleikar og að þessi bíll þeirra beinlínis stafi frá sér hreinum lúxusljóma.