Renault verðlaunar BL

Renault Group í Frakklandi efndi nýlega til verðlaunahátíðar í París, þangað sem fyrirtækið stefndi þeim fulltrúum bílaumboða fyrir Renault og Dacia í heiminum sem stóðu sig best í sölu og markaðsmálum á síðasta ári.Tilefnið var að þakka þeim góðan árangur og veita þeim viðurkenningu Renault Group.

Af rúmlega sjötíu umboðsaðilum sem Renault Group er með á heimsvísu bauð fyrirtækið til sín fulltrúum tíu fyrirtækja sem sköruðu framúr 2014 í sölu á Renault og Dacia. BL var eitt þeirra fyrirtækja, en BL jók söluna um rúm 57% á árinu með sölu á 756 bílum í stað 480 árið 2013. Fyrir hönd BL tóku við viðurkenningunni þeir Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, og Bjarni Þórarinn Sigurðsson, vörumerkjastjóri Renault og Dacia hjá BL.

Á myndinni eru f.v. Max Missana, framkvæmdastjóri hjá Renault sem sér um þróun umboðsmannakerfis fyrirtækisins, Skúli K. Skúlason sem heldur á verðlaunagripnum, Carlos Ghosn, forstjóri og stjórnarformaður Renault Group, og Jérôme Stoll, yfirmaður árangursstjórnunar, sölu og markaðsmála hjá Renault.