Ritstjóraskipti

Jón Kristján Sigurðsson tekur við ritstjórastólnum af Stefáni Ásgrímssyni
Jón Kristján Sigurðsson tekur við ritstjórastólnum af Stefáni Ásgrímssyni

Um þessar mundir er Stefán Ásgrímsson ritstjóri FÍB blaðsins og heimasíðu FÍB að hætta störfum á skrifstofu FÍB. Stefán hefur verið ritstjóri í fullu starfi í um 16 ár en kom áður að ritstjórn sem verktaki. Samstarfsfólk og stjórn FÍB þakkar Stefáni vel unnin störf, vináttu og ferskleika á tímum mikilla breytinga í tækni og umhverfi fjölmiðla. Stefán er nú virðulegur heldri borgari og við samferðarfólkið óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Jón Kristján Sigurðsson hefur tekið við ritstjórastarfinu hjá FÍB. Jón er þrautreyndur blaðamaður og ritstjóri og starfaði síðast sem kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Stjórn og starfsfólk FÍB býður Jón hjartanlega velkominn til starfa.