Rúmlega 8% aukning í nýskráningum fólksbíla

Bílasala hefur verið með ágætum það sem af er þessu ári. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að að nýskráningar fólksbíla eru orðnar alls 12.986 en voru á sama tíma í fyrra 12.013. Þetta er aukning um 8,1% á milli ára.

Hlutdeild hreinna rafmagnsbíla í nýskráningum er 40,5%, als 5.254 bifreiðar. Hybrid bílar eru í öðru sæti með 20,1% hlutdeild, alls 2.615 bifreiðar og dísilbílar koma í þriðja sætinu með 16% hlutdeild, alls 2.079 bifreiðar. Bensínbílar eru 12,9% og tengiltvinnbílar 10,5%. Nýskráningar til almennra notkunar er 87,7% og til bílaleiga 12,3%.

Það sem af er árinu eru flestar nýskráningar í Toyota. Hlutdeild Toyota á markaðnum er 18,2%, alls 2.364 bifreiðar. Tesla er í öðru sæti með 15,1%, alls 1.956 bifreiðar og Kia kemur í þriðja sætinu með 15,5% hlutdeild og alls 1.622 bifreiðar.