Rúmlega helmingur seldra bíla eru vistvænir

Í febrúar sem leið seldust alls 694 fólksbílar hér á landi og var rúmlega helmingur þeirra vistvænir bílar af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu. Heildarsalan er13,4% und­ir söl­unni í fe­brú­ar fyr­ir ári síðan. Sam­tals hafa selst 1.402 fólks­bíl­ar frá ára­mót­um en á sama tíma­bili í fyrra voru þeir 1.647 tals­ins og því er upp­safnaður sam­drátt­ur frá ára­mót­um 14,9%.

Þegar rýnt er í tölurnar kemur fram að hreinir rafmagnsbílar eru í efsta sæti með 19,6% hlutfall. Tengiltvinnbílar koma í öðru sætinu með 17,2% seldra bíla, hybrid 13,3% og metanbílar með tæpt 1%. Bensín og dísil bifreiðar eru 49% seldra bíla.

Fram kemur ennfremur að sala til einstaklinga það sem af er ári hefur hinsvegar aukist um 1,0% miðað við sama tímabil 2019, en samdrátturinn helgast af 1,8% minni sölu til almennra fyrirtækja og 41,1% minni sölu til bílaleigufyrirtækja.