Rússneskur milli fer út í bílaframleiðslu

Rússneskur milljarðamæringur, Mikhail Prokhorov að nafni hyggst hella sér út í framleiðslu á litlum tvinnbíl fyrir heimsmarkaðinn. Bíllinn sem nefnist Yo verður ódýrari en aðrir slíkir og mun kosta einungis 10 þúsund dollara. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Nokkrar frumgerðir þessa nýja bíls voru sýndar á bilasýningunni í Moskvu nýlega og sagði Prokhorov við það tækifæri að bíllinn yrði rússneskur í hólf og gólf, nánast allir hlutar hans væru tiltækir í Rússlandi sjálfu og öðrum ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Þannig væru bæði rafmótorinn og bensínvélin rússnesk, sem og annar tæknibúnaður og rafgeymar.

Prokhorov sagðist vilja með þessum bíl gera þeirri almennu grillu til skammar sem gengur út á það að Rússar geti ekki byggt sómasamlega bíla. Bíllinn verður framleiddur í bílaverksmiðjunni Yarovit í St. Pétursborg sem hingað til hefur aðallega framleitt litla sendibíla.

Bíllinn nefnist ë-mobile. Hann mun komast á 130 km hraða á klst. og eyða 3,5 lítrum af bensíni á hverja 100 km. Yfirbygging hans er úr plasti og undirvagn úr koltrefjaefnum. Framleiðslan hefst í ársbyrjun 2012 og á því ári verða 10 þúsund bílar byggðir