Saab innkallar 300.000 bíla

The image “http://www.fib.is/myndir/Saab2002.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Saab hefur innkallað 300.000 bíla um allan heim til lagfæringar. Ástæðan er hætta á því að háspennukefli við kveikikerti ofhitni. Dæmi eru um slíka ofhitnun og að reykur gjósi upp í vélarhúsi vegna ofhitnunarinnar. Á heimasíðu danska ríkisútvarpsins segir að kostnaður Saab og móðurfyrirtækisins GM muni nema minnst sex milljörðum ísl. kr. vegna innköllunarinnar.
Yfirvöld umferðaröryggismála í Bandaríkjunum hafa síðan sl. vor rannsakað kveikjukerfi Saab bíla í kjölfar atvika sem upp hafa komið þegar háspennukefli hafa ofhitnað og reykur gosið upp.
Þeir bílar sem innkallaðir verða eru af árgerðum 2000 til 2002 að því er upplýsingafulltrúi Saab í Svíþjóð segir við danska ríkisútvarpið. Skipt verður um háspennukefli í bílunum þegar þeir koma til viðgerðar á GM verkstæðum um heim allan.