Sala á bílum tekur kipp í Þýskalandi

Sala á bílum í Þýskalandi hefur aukist töluvert það sem af er þessu ári. Fara þarf reyndar aftur til ársins 2008 til að sjá svipaða bílasölu. Einungis í október mánuði seldust 285 þúsund nýir bílar í Þýskalandi sem gerir um 13% aukningu miðað við sama mánuð í fyrra.

Rúmlega þrjár milljónir bíla seldust fyrstu tíu mánuði þess árs í Þýskalandi sem er aukning um 3,4%. Sala á rafbílum hefur aukist ennfremur mikið í Þýskalandi. Þess má geta að sama þróun hefur verið að eiga sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári, rafbílar seljast þar betur en áður.

Eftir nokkra niðursveiflu hér á landi virðist bílasala aðeins verið að rétta úr kútnum hvað nýja bíla varðar. Árið fram að þessu er samt 37% minni sala miðað við sama tíma í fyrra en í októbermánuði einum aðeins um 17,7%. Teikn eru því á lofti að líf sé að færast á ný í bílasöluna hér á landi.