Sala á notuðum bílum verið góð

Heildarfjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu ári frá janúar til loka október eru 16.772. Er það um 13,4% fækkun ef borið er saman árið 2017 frá janúar til október og sama tímabil á þessu ári. Ef árið 2018 er borið saman við árið 2016 þá er salan nánast á pari við það ár eða 0,4% samdráttur.

Ef horft er til landa í Evrópusambandinu er áhugavert að sjá að salan í október þetta árið þá eru einungis fjórar af þeim 27 löndum sem ná að halda í við sölu októbermánaðar árið 2017. 

Heildarfjöldi innfluttra notaðra bíla á þessu ári fyrstu 10 mánuði ársins eru 2.948 samanborið við 4.052 árið 2017. Er það samdráttur upp á 27% milli ára. Hins vegar ef horft til ársins 2016, þá voru fluttir inn fyrstu 10 mánuði ársins 1.855 bílar og er því töluverð aukning á milli árana 2016 og 2018.

Sala á notuðum bílum hefur verið góð það sem af er ári og hafa eigendaskipti á bílum verið á pari við árið 2017. Ef árið 2016 og árið í ár erum við að sjá aukningu upp á 9,6% þegar kemur að eigendaskiptum fyrstu 10 mánuði beggja ára.