Sala á rafbílum vex jafnt og þétt í Danmörku

Sala á rafbílum í Danmörku vex jafnt og þétt en sölutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði segja að Danir líta á rafbílinn sem mun álitlegri kost en áður. Sala á rafbílum í Danmörku hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum marsmánuði. Þá seldust hátt í sex hundruð bílar og helmingur þeirra var af gerðinni Tesla Model 3.

Raunar hefur almenn bílasala í Danmörku aldrei verið meiri en í mars. Alls voru nýskráðir bílar í Danmörku í mars rúmlega 26 þúsund sem er 6.500 eintökum fleira í sama mánuði í fyrra. Mest seldist af Nissan Qashqai en þar á eftir komu Peugeot 208 og Tyoyta Yaris.