Sala á rafmagnsbílum eykst talsvert

Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandi Íslands kemur fram að sala á nýjum bílum dróst saman um tæp 24% í september. Nýskráningar í þessum mánuði voru 935 bílar en í sama mánuði í fyrra voru nýskráningar 1.266.

Skýringuna fyrir samdrættinum má eflaust rekja til óvissu sem var í ákvörðun stjórnvalda varðandi vörugjöld á bíla í byrjun sumarsins en þá urðu bílaumboðin áþreifanlega vör fækkun á sérpöntunum. Sú staðreynd er að koma fram í nýskráningum bíla í september.

Þegar nýskráningar eru skoðaðar kemur fram að nýskráningar á rafmagnsbílum hefur aukist talsvert eða sem nemur 34% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Nýskráningum í tengitvinnbílum hefur aukist um 29%.