Sala á rafmagnsbílum í Evrópu tekur mikinn kipp

Sala á rafmagnsbílum, tengitvinnbílum og Hybrid bílum tók mikinn kipp á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs í Evrópu. Ástæðuna má rekja til lengra drægi bílanna en áður.

Alls seldust yfir 212 þúsund bílar í þessum flokkum og nam aukningin tæpum 38%.  Mest var aukningin á Spáni um 87% og þar á eftir fylgdu Þýskaland, Bretland og Frakkland.

Á fyrsta ársfjórðungnum seldist Renault Zoe mest af rafmagnsbílum eða yfir 21 þúsund bíla.Nissan Leaf var í öðru sæti með 18 þúsund bíla og Tesla Model 3 kom í þriðja sætinu með rúmlega 11 þúsund selda bíla.