Sala nýrra bíla gengur vel í Noregi

Norðmenn eru í óða önn að endurnýja bílaflota sinn og er sala nýrra bíla frá ársbyrjun til 1. maí um helmingi meiri en hún var á sama tíma í fyrra.

Um nýliðin mánaðamót höfðu 42,3 prósent fleiri nýskráningar bíla af öllum gerðum og stærðum átt sér stað í Noregi frá áramótum heldur en í fyrra samkvæmt nýjustu tölum norsku bifreiðaskrárinnar. Mest selda tegundin nú er Volkswagen með nærri 50% fleiri nýskráningar umfram aðal keppinautinn sem er Toyota.  Í þriðja sæti er svo Volvo, í fjórða sæti er Audi og í því fimmta er Peugeot. Vinsælasta bílgerðin í Noregi nú er Volkswagen Golf en í öðru sæti er Volvo V70 og Nissan Qashquai er í því þriðja.

Ef einungis eru skoðaðar nýskráningartölur fyrir fólksbíla þá kemur í ljós að þær eru 53,1  prósenti fleiri en voru á þessu sama tíma í fyrra. Volkswagen er vinsælasta fólksbílategundin. Á eftir VW koma Toyota, Volvo, Ford og Peugeot. Alls voru nýskráðir á tímabilinu 2.700 VW Golf bílar eða heldur fleiri eintök en seldust af Toyota Avensis og Volvo V70 samanlagt.