Samdráttur í bílasölu 53,8%

Þegar rétt þrír mánuðir er liðnir af þessu ári heldur samdrátturinn áfram í nýskráningum fólksbifreiða. Bílasalan er nú 53,8% minni en hún var á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar eru nú alls 1.270 bifreiðar á móti 2.750 í fyrra.

Fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu að bifreiðar til almennra notkunar eru 68,6% en til ökutækjaleiga 29,6%. Flestar nýskráningar eru í rafmagnsbílum, alls 368, sem gerir um 29% hlutfall á markaðnum. Næst flestar eru þær í tengiltvinnbílum, 286, og dísilbílar koma í þriðja sætinu með 274 bifreiðar. Nýskráningar í hybrid-bílum er 223 og 118 í bensín-bílum.

Sem fyrr eru flestar nýskráningar í Toyota, alls 212 bifreiðar, sem er um 16,9% hlutdeild á markaðnum. Dacia er komið í annað sætið með 128 bifreiðar og Kia í þriðja sætinu með 107. Í næstu sætum sætum þar á eftir koma Hyundai með 95 bíla og Land Rover með 89.