Samdráttur í bílasölu í Kína

Bílasalan í heiminum hefur um langa hríð hvergi verið betri en í Kína. Nú horfir svo við að bílasala þar um slóðir fer minnkandi en á síðustu fimm mánuðum hefur hún verið á niðurleið. Langflestir bílaframleiðendur finna fyrir samdrætti en Toyota og Mercedes Benz hafa þó náð að halda í horfinu og gott betur.

Minni hagvöxtur í Kína er talin megin ástæða fyrir samdrætti í bílasölu. Það stefnir í að heildarsala bíla á þessu ári verði hátt í 3,0% minni miðað við árið í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins seldust 18,5 milljónir bíla í Kína og bara í október einum alls tvær milljónir bíla.