Samdráttur í bílasölu í mars

Í nýliðnum mars voru nýskráðir 1.833 nýir fólksbílar sem er samdráttur upp á 11.9% samanborið við sama mánuð á síðasta ári. Í mars í fyrra seldust 2081 bílar þannig að samdrátturinn nemur 248 bílum. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýskráðir bílar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eru 4.615 fólksbílar sem er 42 færri en á sama tímabili í fyrra. Bílaleigubílar eru alls 1.685 sem er hátt í 40% af heildinni.

Mest hefur hefur verið skráð af Toyota bifreiðum, alls 985 bílar. Kia kemur í næsta sæti með 552 bíla og Nissan er í þriðja sæti með 412 bíla.