Samdráttur í nýskráningum 33,2% það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða það sem af er ársins eru alls orðnar 3411. Þetta er samdráttur um 33,2% miðað við sama tíma í fyrra. Toyota er söluhæsti bíllinn en hafa alls 474 verð seldir.

Tesla kemur í öðru sæti með 451 bíla og Volkswagen er í þriðja sæti með 283 bíla, Kia 232 og Nissan í fimmta sætinu með 218 bíla.

Þegar fjöldi nýskráninga eftir orkugjöfum eru skoðaður eru dísilbílar í efsta sætinu með alls 1263 nýskráningar.  Bensínbílar koma næstir með 1072 nýskráningar og rafmagnsbílar eru alls 1042 bílar.  635 bensín/raf.tengil bílar hafa verið nýskráðir það sem af er árinu.

Annars staðar í heiminum hefur bílasala verið lítil sem engin og í mörgum löndum í sögulegu lágmarki. Bílaverksmiðjur hafa verið lokaðar en þær hefja smám saman framleiðslu með einhverju hætti síðar í þessum mánuði. Ljóst era að bílaframleiðendur hafa borið mikinn skaða af völdum kórónuveirunnar og verða eflaust í langan tíma að rétta úr kútnum.