Samdráttur í nýskráningum 9,4% það sem af er árinu

Þegar 14 vikur eru liðnar af árinu eru nýskráningar orðnar 2.408. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar 2.658 og er þetta samdráttur upp á 9,4%. Er þetta töluvert minni samdráttur en vikunum þar á á undan sem gefur kannski fyrirheit um að bílasala er að rétta úr kútnum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort það verði reyndin. Bílagreinasambandið tók þessar tölur saman.

Það sem af er árinu eru 83,7% nýskráninga til almennra notkunar og 15,7% til bíaleiga. Flestar nýskráningar eru í tengiltvinnbílum, alls 26,4% og rafmagnsbílar koma í öðru sætinu með 25,1%. Dísil- og bensíbílar eru jafnir með 16,6%. Nýskráningar í hybridbílum er 15,3%.

Toyota hefur flestar nýskráningar, alls 328, það sem af er árinu sem gerir um 13,6% hlutdeild. Kia er í öðru sætinu með 321 nýskráningar sem er um 13,3% hlutdeild. Þar á eftir kemur Volkswagen með 156 bíla, Mitsubishi 142 og Tesla 141.  Nissan og Hyundai eru með 140 nýsráningar.