Samdráttur í nýskráningum um 15,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins

Samdráttur í nýskráningum fólksbíla nam 15,8% fyrstu þrjá mánuði ársins saman borið við sömu mánuði á síðasta ári. Nýskráningar voru alls 2.089 bifreiðar. Þess má geta að nýskráningar í mars einum voru 956 sem er 11,3% færri skráningar en í sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.

Mest selda teg­und­in þar sem af er ári er Toyota en 297 slík­ir bíl­ar hafa verið seld­ir á ár­inu. Þar á eft­ir kem­ur Kia með 275 bíla og Tesla með 140 bíla. Mest selda ein­staka gerðin er ein­mitt Tesla Model 3 en 133 slík­ir bíl­ar hafa selst á ár­inu.

Fram kemur að bílasala til almennings dróst saman um 8,3% milli ára en fyrstu þrjá mánuði ársins voru 1.374 nýskráningar til almenningsnota. Samdráttur til bílaleiga nam 45,6% en alls festu þær kaup á um 300 bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Nýskráningum í nýorkubílum heldur áfram að aukast á milli ára en hlutfall þeirra er um 67% af seldum bílum það sem af er þessu ári. Á sama tímabili í fyrra var hlutfall þeirra nálægt 60%.