Samdráttur í sölu nýrra fólksbíla

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram í viðtali við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, að hann ætli að sala á nýju bílum hafi dregist saman um 30% á síðustu 3-4 vikum. Samdrátturinn hafi byrjað eftir að gengi krónunnar fór að gefa eftir í lok sumars. Miðgengi evru er í dag 137 krónur, borið saman við 123 krónur í byrjun ágúst. Bent er á að innkaupverð á bíl sem kostar t.d. 20 þúsund evrur hafi hækkað um 280 þúsund krónur.

Metár var í bílasölu á síðasta ári en þá seldust alls um 22 þúsund fólksbílar, að bílaleigubílum meðtöldum. Egill segir útlit fyrir að samdrátturinn milli ára verði umtalsvert meiri en 13%. Árið 2018 líti ekki nærri jafn vel út og spáð var. Nánar um umfjöllunina má lesa hér.