Samdráttur nemur tæpum 36% á milli ára

Ellefu fyrstu mánuði þessa árs voru 12.392 fólks- og sendibílar nýskráðir samanborið við 19.304 á sama tímabili 2018. Samdrátturinn nemur tæpum 36% á milli ára.

Af heildarfjölda fólks- og sendibíla sem nýskráðir hafa verið hér á landi á árinu hafa einstaklingar fest kaup á um 40% nýskráðra, eða 4.962 bílum, fyrirtæki (án bílaleiga) á um 21% heildarfjöldans og bílaleigurnar 39%.

Allir þessir meginmarkhópar hafa dregið úr endurnýjun bíla sinna á árinu borið saman við sama tímabil í fyrra; einstaklingar um 42,6%, fyrirtæki um 31,1% og bílaleigurnar um 29,8%.

Bílaleigur nýskráðu 4.851 bíl fyrstu ellefu mánuðina, þar af 176 í nóvember.