Samdráttur nýskráningum nýrra fólksbifreiða

Það sem af er árinu eru nýskráningar nýrra fólksbifreiða alls 794. Á sama tímabili í fyrra voru þær 1.081 svo samdrátturinn er um 35%. Nýskráningar til almennra notkunar voru tæp 73% og 27% til bílaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Hlutdeild rafmagnsbíla er 28,6%. Þar á eftir koma hybridbílar með 20% hlutdeld og dísilbílar 19,8%.  Síðan koma tengiltvinnbílar með 16,1% og bensbílar með 15,4%.

Það sem af er árinu eru flestar nýskráningar í Toyota, alls 152 bifreiðar. Kia er í öðru sæti með 123 bíla, Hyundai 73 og Volvo 49.