Samdráttur sem nemur 22,5% í nýskráningum það sem af er árinu

Fyrstu vikuna í mars voru nýskráningar hér á landi 165 en sömu viku fyrir ári síðan voru nýskráningar 272. Það er samdráttur upp á 39,3%.  Það sem af er árinu eru nýskráningar 1.298 talsins en yfir yfir sama tímabil í fyrra voru þær 1.675. Það er samdráttur upp á 22,5%.

Frá áramótum eru flestar nýskráningar í Toyota, alls 198. Kia er í öðru sæti með 144 nýskráningar og Mitsubishi er í þriðja sætinu með 93. Volvo, Nissan og Mercedes Benz komu í sætum þar á eftir.

Tengiltvinnbílar eru með 28,7% hlutdeild frá áramótum talið. Rafmagnsbílar eru í öðru sæti með 23,9%, hybrid 17,1%, dísil 16,1% og bensínbílar með 14,3%.