Samgöngusáttmálinn byrjar á öfugum enda
Ef marka má tvo erlenda skipulagsráðgjafa byrjar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins á öfugum enda. Ráðgjafarnir segja að besta leiðin til að draga úr umferð einkabíla sé að gera fólki kleift að sækja daglegar þarfir fótgangandi eða hjólandi í nærumhverfinu. Samgöngusáttmálinn tekur ekkert á því, heldur einblínir á að hjólreiðar og almenningssamgöngur komi í stað einkabílsins. Um þetta er fjallað í FÍB blaðinu, sem er nýkomið út.
Umræddir ráðgjafar voru hér á landi á vegum Betri samgangna ohf, en þau eru Bernt Toderian fyrrum skipulagsstjóri Vancouver og Maria Vassilakou fyrrum varaborgarstjóri Vínarborgar.
Á málþingi í Reykjavík sögðu þau að fjölbreytt nærþjónusta væri lykillinn að minni þörf fyrir einkabílinn. Fólk þyrfti að geta gengið eða hjólað á 3-5 mínútum innan hverfis til að sækja alla helstu þjónustu.
Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er ekki orð að finna um aukna nærþjónustu. Það er bara ferðamátinn sem ætlunin er að breyta. Fólk á að leggja einkabílnum og fara gangandi, hjólandi, með strætó eða borgarlínu. Ferðaþörfin verður þó sú sama og áður því þjónustan sem fólk þarf að sækja verður jafn dreifð og hingað til.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

