Samstöðufundur við hús Vegagerðarinnar

Bif­hjóla­sam­tök lýðveld­is­ins, Snigl­ar, efna í dag til samstöðufundar við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni. Samstöðufundurinn er haldinn vegna banaslyss á Kjalarnesi sl sunnudag þar sem ökumaður og farþegi bifhjóls biðu bana í árekstri við húsbíl.

 Hliðið við við hús Vegagerðarinnar verður opnað klukkan 12.30. Klukkan 13 verður lesin upp yfirlýsing og í kjölfarið verður mínútuþögn.