Samsung setur sjónvarp aftan á trukka

Samsung sjónvarpsframleiðandinn er um þessar mundir að prófa búnað sem kallast „Safety Truck." Prófanirnar fara fram í Argentínu. Búnaðurinn er í raun sáraeinfaldur en er talinn geta forðað mörgum frá bráðum dauða. Hann er í rauninni ekki annað en stór fjávarpsskjár sem festur er aftan á flutningabíla. Í framrúðunni er þráðlaus upptökuvél sem myndar veginn framundan og umferðina á honum og varpar hreyfimyndinni upp á skjáinn aftan á trukknum. Þar með sjá ökumenn sem á eftir koma hvort einhver umferð er á móti og þá hvort og hvenær er óhætt að aka framúr trukknum.

Sumarleyfistímabilið í Evrópu nálgast nú hápunktinn og umferð er mikil á vegum í álfunni. En það eru ekki allir í fríi, vöruflutningatrukkarnir eru á ferðinni hvarvetna og margir þekkja hvernig það er að læsast fyrir aftan slíkt hægfara farartæki og sjá ekkei hvað er framundan og komast því ekki fram úr. Fjöldi mjög alvarlegra slysa á sér stað í slíkum aðstæðum þegar ótímabær framúrakstur er reyndur.