Schumacher aftur í Formúluna

Nú hafa lausafregnir um að Michael Schumacher væri á leið í Formúluna á ný, eftir þriggja ára fjarveru, reynst réttar. BBC sjónvarpsstöðin greindi frá þessu í morgun og sagði að fyrir sinn snúð fengi Schumacher 7 milljónir evra.

 Michael Schumacher verður 41 árs gamall í janúar nk.  Hann er einn sigursælasti maður kappaksturssögunnar og hefur orðið heimsmeistari í Formúlunni alls sjö sinnum.

 Samningurinn við Mercedes Benz gildir sem fyrr segir í eitt ár en samkvæmt fregnum er í honum ákvæði um framlengingu ef vel gengur.