Schumacher hættir samt ekki alveg

The image “http://www.fib.is/myndir/Schumi-haettur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Þótt Michael Schumacher sé hættur keppni eins og hann tilkynnti sl. sunnudag og þótt Ferrari hafi í sínum fréttatilkynningum harmað mjög brottför hans, þá er hann nú ekki alveg búinn að yfirgefa Ferrari. Hann mun nefnilega halda áfram að keyra F1 bíla hjá Ferrari sem reynsluökumaður liðsins og tekur m.a. virkan þátt í þróunarvinnu við nýjan F1 bíl sem settur verður undir Kimi Räikkönen á næsta keppnistímabili.

Auto Motor & Sport greinir frá þessu og segir að þótt bæði Schumacher sjálfur og Ferrari hafi ekkert látið uppi um þetta í tilkynningum sínum, þá liggi fyir samningur beggja aðila um málið. Sá samningur hafi þann tilgang helstan að Schumacher með sína ótvíræðu yfirburðaþekkingu og –reynslu sé ætlað að gera sitt til þess að gera Kimi Räikkönen að heimsmeistara í Formúlunni 2007 og næstu þrjú árin þar á eftir.