Seat gefst upp í Noregi

http://www.fib.is/myndir/SeatLeon.jpg
Seat Leon.

Seat Nordic, innflutningsfyrirtæki Seat bíla á Norðurlöndum hefur lokað útibúi sínu í Noregi og hætt innflutningi og sölu í landinu.

Samkvæmt frétt í Motormagasinet var þetta gert samkvæmt ákvörðun yfirstjórnar Seat á Spáni sem á 51% í Seat Nordic á móti Volkswagen sem á 49%. Áfram verður þó hægt að fá varahluti í þá Seatbíla sem fyrirfinnast í Noregi og hægt verður að fá bílana þjónustaða hjá alls 10 fyrrverandi söluumboðum.