Seinni Top Gear þátturinn frá Íslandi

Fyrri Top Gear þátturinn sem tekinn var á Íslandi á liðnu vori var sýndur á Skjá 1 á síðasta sunnudag. Þátturinn vakti verðskuldaða athygli enda voru myndskeiðin frá Íslandi mjög tilþrifamikil. Þáttastjórnendurnir óku þrem sportbílum við fjölbreyttar aðstæður með stórfenglegt landslag í bakgrunni. FÍB aðstoðaði BBC við þessar Íslandstökur sem voru landi og þjóð til sóma.

Núna á sunnudaginn er komið að seinni hlutanum og þá verður m.a. sýnt ótrúlegt atriði þar sem torfærujeppi og vélsleði reyna með sér í akstri á Kleifarvatni - ekki við heldur á! Bílaáhugamenn og aðrir ættu ekki að láta Top Gera þættina fram hjá sér fara enda njóta þeir einna mestra vinsælda allra þátta sem sýndir eru á BBC.