Sektir fyrir að aka á drullugum bílum

Nú er tekið að vora í Moskvu og frost að fara úr jörðu. Mikil leðja og óhreinindi eru víða á vegum og götum í og umhverfis Moskvuborg sem bílarnir ausa upp á sig. Lögreglan í Moskvu hefur því gripið til þess ráðs að sekta þá ökumenn sem aka um á svo óhreinum bílum að útsýn úr þeim er takmörkuð og hvorki grillir í númeraplötur eða ljós. Sektir fyrir ósýnileg númer eru innheimtar á staðnum og algengar upphæðir eru í kring um 100 ísl. krónur.
Undanfarin ár hefur Moskvulögreglan farið í sérstakt átak gegn drullugum bílum í aprílmánuði. Í apríl í fyrra náði hún að sekta 80 þúsund ökumenn og ná inn 3,2 milljónum rúblna í sektargreiðslum. Það er um 70 krónur á hvern ökumann að meðaltali.
Fréttastofan Itar-Tass segir að aðstæður í Moskvuborg og gatnakerfið sé einfaldlega í þannig ástandi um þetta leyti árs að nánast ómögulegt sé að halda bílum bíl hreinum stundinni lengur, nema þá helst með því að nota þá bara alls ekki.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

