Síðasta áreksturspróf ársins

Síðasta lota þessa árs í árekstursprófunum hjá Euro NCAP er lokið. Fjórir bílar voru prófaðir og fullt hús, eða fimm stjörnur hlutu Jeep Renegade og tvíorkubíllinn Audi A3 Sportback e-tron. Niðurstaðan um báða er sú að þeir veiti góða vörn bæði gegn slysum og einnig ef slys verða. Báðir eru með allan nauðsynlegan öryggisbúnað.

Bæði Jeep Renegade og Audi A3 Sportback e-tron eru fáanlegir með sjálfvirkri nauðhemlun fyrir hindrun framundan. Slíkur búnaður verður eftir áramótin að vera staðalbúnaður í bílum til að þeir geti hreppt fimmtu stjörnuna. Það þýðir að hefði það dregist fram yfir áramótin að árekstursprófa bílana án þessa búnaðar, væru þeir einungis fjögurra stjörnu bílar.

Bæði Kia Soul og hin rafknúna útgáfa hans; Kia Soul EV náðu ekki inn fimmtu stjörnunni. Sá hefðbundni reyndist veita full veika vörn gegn ákomum á brjóstkassa í hliðarskrensi á staur, en hins vegar ekki rafbíllinn. Kia segir að ráðin hafi verið bót á þessum veikleika og allir hefðbundnir Soul bílar séu nú framleiddir með loftpúða sem forðar frá meiðslum í þesskonar árekstrum. Kia hvetur eigendur bíla sem ekki eru með þennan loftpúða að snúa sér til næsta Kia umboðs og fá púðann settan í bílana.

http://fib.is/myndir/NCAP-des-2015.jpg