Síðasta innköllun Toyota

Innköllun Toyota á 1,7 milljón bílum sem tilkynnt var um í gærmorgun nær til 343 bíla á Íslandi. Langflestir þeirra bíla sem um ræðir eru af gerðum sem aðeins eru á Japans- og Asíumarkaði.

Í frétt Vísis í gær greindi Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi frá því að hér á landi væru 321 Avensis og 22 Lexus bílar sem féllu undir innköllunina nú, en hún er vegna meints galla í eldsneytisleiðslu. Viðgerð gæti tekið frá einni til fjögurra klukkustunda.