Síðdegisumferðin í borgum Evrópu

Síðdegisumferðin í höfuðborg Íslands við lok vinnudags getur verið talsverð og eitthvað lengri tíma tekið, kannski um 10 mínútum, að aka út úr miðboginni út í úthverfin, en það tekur annars.

Allt aðra og verri sögu er að segja frá ýmsum öðrum evrópskum borgum og verst af öllum er Istanbul í Tyrklandi. Næstar koma svo Varsjá í Póllandi, Marseille í S. Frakklandi og Palermo og Róm á Ítalíu. Þessar fimm framantaldar borgir eru taldar þær verstu í þessu efni í Evrópu.

Tæknifyrirtækið Tom Tom sem framleiðir GPS staðsetningartæki fyrir bíla hefur tekið þetta saman fyrir fyrirtæki sem sem heitir Nordic Congestion Index. Fyrirtæki þetta kortleggur umferðina í Evrópu og orðin er til úr þessu starfi einskonar umferðarþéttleikavísitala fyrir evrópskar stórborgir.

Norrænu borgirnar eru fæstar slæmar að ferðast innan um háannatímann ef marka má þessa umferðarvísitölu.  Aðeins er það þó misjafnt eftir dögum. Það er helst sænska höfuðborgin Stokkhólmur en hún er nr. 10 á lista yfir 25 erfiðustu borgirnar. Inn á þennan lista nær reyndar Osló í 25. og neðsta sætið.

Listinn er annars svona:

1. Istanbul
2. Varsjá
3. Marseille
4. Palermo
5. Róm
6. París
7. Stuttgart
8. Brussel
9. Hamborg
10. Stokkhólmur
11. Nice
12. Vínarborg
13. Lyon
14. Berlín
15. Köln
16. Dublin
17. Leeds
18. London
19. Toulouse
20. Mílano
21. Prag
22. Búdapest
23. Napolí
24. Luxembourg
25. Osló