Sjálfbærar samgöngur

http://www.fib.is/myndir/Radstefna.jpg

Í morgun hófst á Nordica hótelinu Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um samgöngur knúnar endurnýjanlegum orkugjöfum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson setti ráðstefnuna í morgun en megináhersla hennar er á rafknúin farartæki og tvíorkubíla sem nýta rafmagn og endurnýjanlegt eldsneyti.

Meðal þess sem fjallað verður um í dag eru rafbílar og sú að margra mati fyrirsjáanlega bylting sem er að verða vegna þess að nú eru að koma á markað rafgeymar og tilheyrandi tækni sem mun gera rafknúna bíla jafn hagnýta á næstu árum og hefðbundnir dísil- og bensínbílar eru nú.

Ráðstefnunni lýkur á morgun, föstudag 19. sept. með pallborðsumræðum um breytingu frá olíuknúnum samgöngutækjum yfir í mengunarlaus. Umræðurnar hefjast samkvæmt dagskrá kl. 15.45 á morgun.