Sjálfkeyrandi strætisvagnar í prufuakstri í Stokkhólmi

Scania í sameiningu við Nobina, sem er stærsta almenningssamgöngu fyrirtækið á Norðurlöndunum, eru að fara hefja prufuakstur á sjálfkeyrandi strætisvögnum í Stokkhólmi.

,,Tæknin í dag býður upp á möguleikann til að hefja prufuakstur á sjálfskeyrandi stætisvögnum og er verkefnið eitt fyrsta sinnar tegundar í Evrópu á strætisvögnum í þessari stærð,” segir Karin Rådström, yfirmaður strætisvagna og hópferðabíla hjá Scaniu.Verkefnið mun veita mikið magn af gagnlegum upplýsingum fyrir frekari þróun á stórum sjálfkeyrandi strætisvögnum.

 Áður en farþegum er velkomið um borð verða prófanirnar fyrst framkvæmdar án farþega. Öryggi verður að sjálfsögðu haft í forgang á meðan á prufuakstrinum stendur. Áætlað er að öryggisstjórar séu í strætisvögnunum sem eiga að tryggja að allt fari rétt fram og til að aðstoða farþega.