Sjö bílar í úrslit um bíl ársins

Tilnefningar til bíl ársins 2024 liggja nú fyrir. Bílarnir voru valdir af dómnefnd sem samanstendur af 59 bílablaðamönnum frá 22 löndum. Úrslit verða tilkynnt á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar 2024. 28 gerðir bíla voru tilnefndir í upphafi en nú hafa sjö þeirra tryggt sér inn í úrslitin.

Eftirtaldar tegundir berjast um útnefninguna. BMW 5-lína, BYD Seal, Kia EV9, Peugeot E-3008/3008, Renault Scenic, Toyota C-HR og Volvo EX30.