Sjö þúsund bílar teknir úr umferð í Noregi á síðasta ári

Norska vegaeftirlitð heldur uppi ströngu eftirliti með bílum sem keyra um vegkerfið þar í landi. Á síðasta ári voru skoðaðir yfir 46 þúsund bifreiðar í venjulegu eftirliti og fékk rúmlega helmingur þeirra skriflegan ágalla. Um var að ræða fólksbíla og sendibíla. Yfir sjö þúsund bifreiðar voru teknar úr notkun og hátt í eitt þúsund fyrir vanrækslu.

Kjetil Mansåker Wigdel, deildarstjóri hjá norska vegaeftirlitinu, segir verkefnið markvisst og markmiðið með því sé að komast yfir bifreiðar sem ættu ekki að aka á vegum í Noregi. Þetta spari tíma og peninga áður en kemur að venjulegri bifreiðaskoðun. Eftirlitið á vegum úti sé gríðarlegt öryggisatriði.

Algengustu mistökin hjá ökumönnum eru að bíllinn eða tengivagninn er of hlaðinn, farmurinn er ekki rétt festur og lýsing er ábótavant. Slitin dekk án leyfilegrar mynsturdýptar eru líka eitthvað sem eftirlitsmenn sjá oft í skoðunum.

,,Mikilvægt er að muna að bæði bíllinn og tengivagninn hafa leyfilega hámarksþyngd. Nýju rafbílarnir eru þungir í upphafi og geta því ekki borið eins mikinn farm. Eftirvagnar hafa einnig leyfilega hámarksþyngd. Einnig þarf að athuga ljósabúnað bæði á bíl og kerru, sérstaklega á veturna þegar snjóar og dimmt er úti,“ segir Wigdel.