Sjö þúsund Model 3 bílar framleiddir í viku hverri
Vinsældir á Model 3 bílnum frá Tesla aukast jafnt og þétt og nú er útlit fyrir að framleiðslumet verði slegið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Nú er verið að framleiða sjö þúsund í viku hverri og fyrirtækinu hafa borist um 50 þúsund pantanir í bílinn frá áramótum.
Tesla er að reisa verksmiðju í Kína þar sem Model 3 bílinn verður framleiddur fyrir heimamarkað og með því forðast Tesla tolla á innflutta bíla sína.
Rafbílar seljast sem aldrei fyrr í Noregi og í mars sló Model 3 fyrra sölumet rafbíla þar í landi. Þá seldust á fjórða þúsund Model 3 bílar og langir biðlistar hafa nú þegar myndast. Gamla metið á rafbílum í einum mánuði í Noregi átti Nissan Leaf en árið 2018 seldust tæplega 2.200 bílar.
Nýskráningar í Noregi í fyrra voru hátt í 150 þúsund talsins, tæplega helmingurinn voru raf- og tengitvinnbílar.