Skeljungur setti dísilolíulítrann í 154,60 í gærkvöldi

http://www.fib.is/myndir/Skeljungurlogo.jpg

Skeljungur reið á vaðið í gær og hækkaði eldsneytisverðið. Önnur olíusölufélög hafa ekki farið sömu leið þegar þetta er skrifað um níuleytið föstudaginn 7. mars.

Bensínlítrinn hækkaði hjá Skeljungi um tvær krónur en dísilolían um hvorki meira né minna en fimm krónur lítrinn.

Verð á bensínlítranum með þjónustu hjá Skeljungi er nú kr. 146,80 og á bensínlítranum kr. 154,60.

Sjálfsafgreiðsluverðið hjá Skeljungi er nú kr. 141,80 á bensínlítranum en á dísilolíulítranum er það 149,60