Skemmtileg sparaksturskeppni afstaðin

http://www.fib.is/myndir/Sigurvegari-litil.jpg
Ragnar Borgþórsson á Skoda Octavia 1,9 TDI dísilfólksbíl varð hlutskarpastur í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu milli nýrra bíla sem fram fór í gær. Ragnar ók keppnishringinn á 4,89 lítrum af dísilolíu. Hringurinn er 143,2 kílómetrar þannig að eyðsla m.v. 100 km var 3,51 l. Brynjar S. Þorgeirsson á Ford C-Max varð í öðru sæti með 3,75 á hundraðið og Eiríkur Einarsson á Toyota Auris D4D í því þriðja með 3,95 á hundraðið.

Sparaksturskeppnin í gær var fyrri keppnin af tveimur sem haldnar eru árlega. Hún var keppni atvinnufólks, það er að segja bílaumboðanna og starfsfólks þeirra á nýjustu bílunum. Sú síðari verður á komandi haustdögum en hún verður opin almenningi sem þá keppir á eigin bílum, nýjum sem eldri, stórum sem smáum. http://www.fib.is/myndir/Sigurvegarinn.jpg

Keppnisbílunum var skipað í 6 flokka eftir rúmtaki vélar og tvo undirflokka í hverjum, það er að segja B- eða bensínknúna bíla og D – dísilknúna bíla.
Í flokki 1B (smábíla) varð Agnar G. Árnason efstur á Citroen C1 og Ríkharður Sigursveinsson á Toyota Aygo í öðru sæti.

Í flokki 2B varð Sveinn Jóhannesson á Skoda Fabia efstur en Hannes R Jónsson á Toyota Yaris næstur.
Í flokki 2D varð Brynjar S Þorgeirsson efstur á Ford Focus C-Max efstur en Eiríkur Einarsson á Toyota Auris D4D næstur.
Í flokki 3B varð Olgeir Sigurðsson á Toyota Avensis efstur en Ottó B Erlingsson á Mazda M5 næstur.
Í flokki 3D varð sigurvegari keppninnar Ragnar Borgþórsson efstur á Skoda Octavia 1,9 TDI. Næstur varð Rúnar Sigurjónsson á Mercedes Benz A.
Í flokki 4B var Hilmar Böðvarsson einn á Lexus IS250 sem eyddi 5,78 á hundraðið.
Í flokki 4D varð Ágúst Hallvarðsson efstur á Volvo S80. Næstur varð Jóhann Berg á Hyundai Santa Fe.
Í flokki 5B sigraði Rúnar Hjartarson á Toyota Land Cruiser. Næstur varð Egill Jóhannsson á Ford Edge.
Í 5D flokknum sigraði Ólafur Guðmundsson á BMW X5. Næstur kom Sigurður Karlsson á Toyota Land Cruiser.
Í flokki 6B sem kalla mætti ofurbílaflokk varð Piero Segatta á Volvo XC90 sá hlutskarpari. Gísli Jón Bjarnason sem ók mesta tryllitæki keppninnar, Ford GT með 500 hestafla vél náði þó furðu langt á lítranum því að eyðsla bílsins reyndist 11,31 á hundraðið.

Nánar er hægt að skoða úrslitin á Excel-skjali sem er að finna hér.