Skerpt á öryggi í kjölfar slyss í Formulu 1

Í skýrslu sem Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, FIA, lét vinna og gaf út á dögunum í tengslum við óhapp í Formulu 1 undir lok síðasta árs kemur fram að bent er á yfir 20 hluti sem mætti koma lagi á sem lúta að öryggi .

Umræddur árekstur átti sér stað í Formulu 1 keppni sem fram fór Barein 29. nóvember á síðasta ári. Ökuþórinn, Svisslendingurinn Romain Grosjean, tókst að koma sér úr alelda bíl sínum eftir að hafa hafnað harkalega á vegriði og í kjölfarið blossaði upp eldur í bílnum.

Í skýrslunni kemur fram að hægt verður með skjótum hætti að efla öryggi og er í því sambandi bent á uppsetningu vegriða, viðbrögðum lækna og sjúkraflutningamanna á keppnistað, öryggisbúnað hvað ökumenn áhrærir og á keppnisbrautunum sjálfum. Mjög brýnt sé að setja öryggið ofar öllu.

Eins og áður sagði þótti óhappið í Barein mjög alvarlegt og kallaði á rannsókn í því hvað mætti betur fara. Grosjean tókst til allra hamingju að komast úr brennandi flakinu. Hann slapp að mestu óskaddaður frá slysinu en fékk brunasár á höndum. Hann hefur náð sér að fullu og er tilbúinn þegar keppnistímabilið hefst að nýju.

Jean Todt, forseti FIA, lýsti ánægju með vinnu skýrslunnar sem hann taldi nauðsynlega í þeim tilgangi að bætta öryggi ökumanna enn frekar í framtíðinni.