Skiptir sköpum að aðskilja akstursstefnur

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að Ísland sé sannanlega ofarlega á heimsvísu í umferðaröryggi. Umferðaröryggi er mikilvægasta verkefni okkar í samgöngum og við þurfum samstillt átak hér á landi til að tileinka okkur hugarfar um núllsýn í umferðaröryggi og útrýma banaslysum og alvarlegum slysum alfarið.

Sigurður Ingi sótti ráðstefnu um umferðaröryggi sem haldin var í Stokkhólmi og lauk fyrir helgina. Um 80 samgönguráðherrar sóttu ráðstefnuna auk stjórnenda og fulltrúa alþjóðastofnana og félagasamtaka og fulltrúar frá atvinnulífinu, þ.á m. bifreiðaframleiðendum og fjárfestingarfyrirtækjum. Alls tóku um 1.700 manns þátt í ráðstefnunni frá 140 löndum. 

Með samstilltu átaki og fræðslu hefur tekist að fækka slysum á sjó síðustu ár og áratugi svo um munar, en síðustu þrjú ár hefur ekkert banaslys orðið,“ segir hann.

Ráðherra segir að það skipti sköpum fyrir umferðaröryggi að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu þjóðvegum og stofnbrautum. „Það verða mikilvægustu öryggisaðgerðir sem við ráðumst í hér á landi í seinni tíð, segir ráðherra. „Einnig er mikilvægt að tryggja góða fræðslu og forvarnir vegna aukinnar snjallsímanotkunar í umferðinni. Ný umferðarlög sem tóku gildi um síðustu áramót taka harðar á notkun snjallsíma og heimildir til sekta hækkaðar,“ segir Sigurður Ingi.