Skoda Fabia GreenLine

Nú á haustmánuðum er nýir ofursparneytnir bílar frá Skoda að koma á sölustaði í Evrópu. Þetta er önnur kynslóð svokallaðra Green Line bíla eða GreenLine II. Fyrstur þessara „grænlínubíla“ er Skoda Fabia. Vélin er 1,2 l dísilvél með sjálfvirkum stopp-/ ræsibúnaði. Hún er 75 hö. og blæs út einungis 89 grömmum af CO2 á kílómetrann enda eyðir hún ekki nema 3,4 lítrum á hundraðið. Hér á landi myndi þessi bíll trúlega kosta þetta 3,2 til 3,6 millj. kr.

 Fyrsta kynslóð „grænlínubílanna“ frá Skoda komu fyrst fram árið 2007. Þetta eru þannig séð venjulegir Skódar en vél og gangverk er sérstaklega stillt af til að ná fram sem allraminnstri eldsneytiseyðslu. Hestöflin eru þar af leiðandi ekki sérlega mörg þótt 75 sæe æí sjálfu sér ekkert til að kvarta undan í jafn litlum og léttum bíl. En start/stopp búnaðurinn er þó sjálfsagt það sem skiptir sköpum um eyðsluna í þéttri borgarumferð Evrópu. Hann vinnur þannig að bíllinn drepur sjálfur á sér þegar bíllinn stendur kyrr í gangi lengur en tiltekinn tíma og ræsir sig sjálfur þegar næst er stigið á eldsneytisgjöfina. Þá er í GreenLine bílunum búnaður sem endurnýtir hemlunarorkuna og breytir henni í straum sem vistast inn á geyminn í bílnum og nýtist til hinna tíðu sjálfvirku endurræsinga.