Skoða hugmyndir um veggjöld út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um

 Upp­lýs­ing­ar um akst­ur lands­manna sem fengn­ar eru með til­liti til bíl­núm­era eru per­sónu­grein­an­leg­ar og þarf því þá að skoða hug­mynd­ir um veg­gjöld í nýja sam­göngusátt­mál­an­um út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um. Þetta kemur fram í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið.

 Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, seg­ir að veg­gjöld­in séu veiga­mikið atriði þegar kem­ur að per­sónu­vernd­ar­lög­um.

 Víða í Evr­ópu tíðkast hjá stjórn­völd­um taka sam­an upp­lýs­ing­ar um akst­ur hvers og eins borg­ara og inn­heimta veg­gjöld í sam­ræmi við þær. Fram hef­ur komið að inn­heimta veggjalda fari lík­lega fram með ra­f­ræn­um hætti og aðgerðir á borð við greiðslu­hlið sem muni seinka um­ferð komi ekki til álita.

 Helga sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að rekj­an­leiki alls í snjall­borg­inni væri meðal þess sem per­sónu­vernd­ar­stofn­an­ir í Evr­ópu leggja áherslu á að skoða.

 „Spurn­ing­in er hvernig við eig­um að for­gangsraða og þetta er eitt af þeim atriðum sem er ljóst að við verðum að skoða,“ sagði Helga í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í gær.

 Ný­samþykkt­ur sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins kveður á um að veg­gjöld­um verði komið á, þó ekki fyrr en árið 2022.