Skódinn til Siglufjarðar

Siglfirðingurinn Agnar Þór Sveinsson hreppti nýjan Skoda Citigo bíl þegar dregið var í happaleik Frumherja nýlega. Skódinn, sem er að verðmæti tæpar 2 milljónir króna var í boði í sumar fyrir þá sem mættu með bíla sína í skoðun í tæka tíð á fyrstu sex mánuðum ársins. Góð þátttaka var í happaleiknum og skráðu sig um 16 þúsund bifreiðaeigendur til leiks.

Agnar Þór Sveinsson kom með bíl sinn til skoðunar í heimabæ sínum Siglufirði síðastliðið vor. Það borgaði sig svo sannarlega fyrir hann að skipta við Frumherja að þessu sinni því lukkudísirnar ákváðu í kjölfarið að hann myndi hljóta hinn eftirsótta vinning.

Agnar var á ferð í höfðuborginni á dögunum og kom við í höfuðstöðvum Frumherja. Þar afhenti Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri (t.v. á myndinni) honum nýja bílinn og er myndin tekin við það tækifæri.