Skortur á samkeppni á markaðinum

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir fákeppni á ólíumarkaði ríkja hér á landi og það skýra aukinn verðmun. Það munar 15 krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Þetta kemur fram í umfjöllun á visir.is.

Ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco en í dag kostar lítrinn þar 279.7 krónur. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 325 krónur. Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið

Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur.

Munurinn hefur aukist á þessu ári

Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Runólfur segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum.

„Hin félögin hafa auðvitað sömuburði til þess að lauka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki bíður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur.

Bensínverð ekki á niðurleið

„Bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur.