Skýli við hraðhleðslur ON

Orka náttúrunnar hefur framleitt skýli í samvinnu við Merkingu sem sett verða upp á næstunni við hraðhleðslur ON hringinn í kringum landið. Markmiðið með skýlunum er að bæta aðstöðu viðskiptavina, verja þá og hleðsluna fyrir veðri og vindum sem og auðvelda starfsmönnum sem sinna hefðbundnu viðhaldi.

Uppsetning á skýlunum fer fram á næstu vikum. Vegna þessa verður aðgengi að hraðhleðslum takmarkað tímabundið. Miðvikudaginn 22. ágúst verður verktaki að störfum á Hvolsvelli, fimmtudaginn 23. ágúst á Vík og á Kirkjubæjarklaustri mánudaginn 27. ágúst. AC hleðslurnar á þessum stöðum verða sem fyrr aðgengilegar.

Orka náttúrunnar vonar að viðskiptavinir sýni þessum framkvæmdum skilning.