Skýrsla stjórnvalda um skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025 komin út

Skýrsla stjórnvalda um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ er komin út. Þar er verið að leggja til að frá og með 1. september og til áramóta 2018/2019 verði notast við gamla útblástursgildið NEDC en fyrir bíla sem einungis munu hafa nýja gildið, WLTP, verði það lækkað um 17,36% í mótvægisaðgerðum. Þetta er m.a sem kemur fram í umfjöllun Bílgreinasambandsins um málið.

Frá byrjun árs 2019 ætla stjórnvöld svo að falla frá 10 flokka vörugjaldstöflunni og taka upp línulega álagningu en áfram verður notast við NEDC gildið á þeim bílum sem hafa það áfram á COC vottorðum sínum. Árið 2020 mun svo gamla gildið, NEDC, falla niður alfarið, við innflutning á nýjum bílum, en áfram verður stuðst við línulega vörugjaldaálagningu.  

Frá sama tíma verður 21% álag lagt á losunarupplýsingar þeirra ökutækja sem einungis bera NEDC gildið. Miðað við fyrstu skoðun Bílagreinasambandsins þá eru stjórnvöld að koma til móts við þær áhyggjuraddir sem borist hafa frá Bílgreinasambandinu.

Í næstu viku mun Bílgreinasambandið þó leggjast betur yfir skýrsluna ásamt því að funda með stjórnvöldum og í framhaldinu verður komin skýrari mynd á heildarmyndina.

Skýrslu stjórnvalda í heild sinni má nálgast hér.